11. maí 2017

Fjölmennur ársfundur á tíu ára afmæli Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi

60 manns sóttu ársfund Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á dögunum. Vöktun sjálfbærnivísa í verkefninu hefur nú staðið í 10 ár.

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, setti fundinn. Í máli hans kom fram að verkefnið, sem felur í sér að fylgst er með áhrifum byggingar álvers Alcoa og Kárahnjúkavirkjunar á samfélag, efnahag og umhverfi á Austurlandi, væri einstakt á heimsvísu. Verk væri að vinna að kynna og greina þau miklu gögn sem lægju fyrir eftir þennan áratug.

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála hjá Fljótsdalshéraði og fulltrúi í stýrihópi Sjálfbærniverkefnisins, kynnti niðurstöður SVÓT greiningar á Sjálfbærniverkefninu frá ársfundinum 2016.

WX1C1A4296A
Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, hélt erindi um aðferðafræði og sögu félagsvísa.

Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, hélt erindi um aðferðafræði og sögu félagsvísa, sem fela í sér alþjóðlegt og staðbundið mat á sjálfbærni samfélaga. Dr. Sigrún Birna Sigurðardóttir, kollega hennar á Félagsvísindastofnun, kynnti könnun á viðhorfi til verkefnisins og þekkingu á því og voru þær þeirrar skoðunar að rýna þyrfti vísana - fyrirtækin tvö væru með verkefninu að gefa samfélaginu mikið magn gagna, en á skorti að þau væru nýtt.

 

WX1C1A4443
Guðmundur Sveinsson Kröyer hjá Alcoa Fjarðaáli kynnti losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækinu.

Að loknu hópastarfi og kynningum á niðurstöðum þess voru kynntar athyglisverðar niðurstöður vöktunar 2016; annars vegar kynnti Dagbjartur Jónsson hjá Landsvirkjun uppgræðslu á vegum Landsvirkjunar og árangur hennar og hins vegar kynnti Guðmundur Sveinsson Kröyer hjá Alcoa Fjarðaáli losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækinu.


Að síðustu tók Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og fulltrúi í stýrihópi Sjálfbærniverkefnisins, saman helstu niðurstöður fundarins.

Fundarstjóri var Gunnar Jónsson, bæjarritari í Fjarðabyggð.

W1C1A4321

Dr. Sigrún Birna Sigurðardóttir hjá Félagsvísindastofnun kynnti könnun á viðhorfi til verkefnisins.

 

WX1C1A4283
Fundargestir voru um 60 talsins.

 

WX1C1A4391
Fundargestum var skipt í hópa sem kynntu svo niðurstöður sínar.