14. júní 2017

Fjarðaál býður allar konur velkomnar í Kvennakaffi 19. júní

Alcoa Fjarðaál hefur frá upphafi lagt áherslu á jafnt kynjahlutfall innan fyrirtækisins og hvikar ekki frá þeirri stefnu. Konurnar sem starfa hjá fyrirtækinu sinna fjölbreyttum störfum og við finnum fyrir auknum áhuga kvenna á fyrirtækinu með breyttu vaktafyrirkomulagi.

Kvennakaffi 19. júní — fögnum saman
Í tilefni af kvenréttindadeginum mánudaginn 19. júní bjóðum við konum á Austurlandi að koma og þiggja veitingar, hlýða á tónlist og skemmtileg ávörp í matsal álversins klukkan 17:00.

Kvennadagsauglysing
Hrafnhildur Þóreyjardóttir, starfsmaður í kerskála ásamt börnum sínum.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Ávörp:

Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu fjallar um nýja jafnlaunastaðalinn

Hrafnhildur Þóreyjardóttir, starfsmaður í kerskála segir frá starfi sínu og hvernig það er að koma aftur til vinnu eftir fæðingarorlof

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú flytur erindi um lýðfræði á Austurlandi og leitar svara við spurningunni hvers vegna fleiri karlar en konur búi hér fyrir austan.

Fjarðadætur munu syngja sig inn í hjörtu viðstaddra.

Kynnir verður Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Boðið upp á kaffi og með því – allar konur velkomnar.

 

Alcoa_19juni_maria_adalheidur_dagmar
Þrír glæsilegir starfsmenn Fjarðaáls klæddu sig upp í tilefni kvennakaffis 2015. T.f.v. María Ósk Kristmundsdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir sem verður kynnir á mánudaginn.