28. júlí 2017

Tæpur helmingur sumarstarfsmanna hjá Alcoa Fjarðaáli eru konur

Sumarstarfsmenn hjá Fjarðaáli eru 115 og skiptast  niður á framleiðslusvæðin í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Rúmlega þriðjungur hópsins hefur starfað sem sumarstarfsmenn áður og jafnvel með skóla undanfarinn vetur. Rétt tæplega helmingur er konur eða 47%.

Langstærsti hluti sumarstarfsmanna Fjarðaáls kemur frá Austurlandi, en þó er eitthvað um fólk frá öðrum landshlutum, sem eiga þó gjarnan tengingu austur á land.

Sumarstarfsmenn
Glaðbeittir sumarstarfsmenn hjá Fjarðaáli stilltu sér upp fyrir ljósmyndara en þessar stúlkur starfa í kerskálanum í sumar.