14. ágúst 2017

Alcoa Fjarðaál býður til afmælisveislu 26. ágúst

Starfsfólk Alcoa Fjarðaáls býður heim laugardaginn 26. ágúst í tilefni af 10 ára starfsafmæli álversins. Yfir daginn er opið hús og fjölskylduskemmtun í álverinu og um kvöldið verða rokktónleikar á Reyðarfirði.

Inn á milli verða viðburðir hjá fyrirtækjum á álverssvæðinu og hægt að skoða gamla Sómastaðahúsið.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða dagskrána nánar eða prenta hana út.