10. nóvember 2017

Alcoa fær hæstu einkunn í jafnréttisvísitölu stórfyrirtækja 2018

Alcoa Corporation, sem er fyrirtæki í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu báxíts, súráls og áls, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði fengið hæstu einkunn, eða 100 í jafnréttisvísitölu stórfyrirtækja 2018 (2018 Corporate Equality Index, CEI), en það er bandarísk skýrsla sem byggir á könnunum á stefnu og verklagi fyrirtækja varðandi jafnrétti lesbía, tvíkynhneigðra, homma og transfólks (LBGT) á vinnustað.

Jafnréttisvísitalan er á vegum Mannréttindabaráttusjóðsins (Human Rights Campaign Foundation).

Alcoa Corporation fékk hæstu einkunn á þessu fyrsta starfsári hins nýja, sjálfstæða fyrirtækis en þar áður fékk fyrrverandi móðurfélag þess, Alcoa,  hæstu einkunn í níu ár samfellt.

„Alcoa Corporation er stolt af því að fá viðurkenningu fyrir að hlúa að fjölbreyttu vinnuumhverfi án aðgreiningar eins og gildið okkar um umhyggju gagnvart fólki segir til um," sagði Ann Fisher, aðalframkvæmdastjóri og yfirmaður stjórnsýslu hjá Alcoa Corporation. „Fjölbreyttur vinnustaður án aðgreiningar hvetur til nýsköpunar og við erum stolt af því að hafa skapað vinnustaðarmenningu sem laðar til sín og heldur hjá sér besta fólkinu í iðnaðinum.“

Jafnréttisvísitalan (2018 CEI) veitti fyrirtækjum einkunn sem byggðist á fjölmörgum viðmiðum, þ.á.m. bótum til maka, heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk og stefnu og starfsháttum sem fela í sér fordómalausa persónuvernd á vinnustað.  

Nú í ár fengu 609 fyrirtæki einkunnina 100.

Jafnrettisvisitala