15. desember 2017

Á sjöunda hundrað manns tóku þátt í jólatrésskemmtunum starfsmannafélags Fjarðaáls

Að vanda hélt Starfsmannafélagið Sómi hjá Alcoa Fjarðaáli fjöruga og fjölbreytta jólatrésskemmtun fyrir félaga þess og fjölskyldur þeirra. Þar sem margir starfsmenn vinna á vöktum er árlega boðið upp á tvær skemmtanir sem nú voru sunnudagana 26. nóvember og 10. desember.

Jólatrésskemmtanirnar voru haldnar í hinum rúmgóða og bjarta matsal Fjarðaáls. Á síðastliðnum árum hefur félagsmönnum Sóma boðist að kaupa tilbúin piparkökuhús ásamt efni til skreytinga á hóflegu verði og hefur sá hluti skemmtunarinnar notið sífellt meiri vinsælda. Eins og sjá má af myndunum lögðu bæði börn og fullorðnir mikið kapp í að skreyta húsin á listrænan hátt.

Þá var einnig spilað jólabingó, Fjarðadætur sungu jólalög og jólasveinar mættu á svæðið.

Jólatrésskemmtanirnar heppnuðust einstaklega vel. Piparkökuhúsin nálguðust 190 og gestir voru á sjöunda hundrað. Hér fyrir neðan eru nokkrar svipmyndir sem endurspegla stemminguna á skemmtununum.

 

Jolaskemmtun_2017_1

Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8
Jolaskemmtun_2017_8

Jolaskemmtun_17
Jolaskemmtun_17
Jolaskemmtun_17
Jolaskemmtun_17
Jolaskemmtun_17
Jolaskemmtun_17
Jolaskemmtun_17