08. maí 2019

Fyrsta Action verkefni ársins

Laugardaginn 13. apríl fór fram fyrsta Action verkefni ársins þegar starfsmenn Alcoa Fjarðaáls ásamt félögum úr unglingadeild og björgunarsveitinni Gerpi komu saman í Neskaupstað og negldu dekk á bryggju sem búið er að byggja við björgunarsveitarhúsið.

Alls tóku um 70 manns þátt í verkefninu og á meðan fullorðna fólkið einbeitti sér að bryggjusmíðinni reyndi yngsta kynslóðin fyrir sér í bátasmíði úr afgangsefni sem til féll. Alls voru 3000 naglar negldir í dekkið á bryggjunni.

Gerpir fékk skv. reglum um Action sjálfboðaliðaverkefni 300 þúsund krónur styrk frá Fjarðaáli til kaupa á hráefni fyrir bryggjusmíðina.

 

IMG_0267

Allir tóku virkan þátt í smíðinni.

IMG_0267

Inn á milli gafst tækifæri til að prófa klifurvegginn í húsnæði Gerpis.

IMG_0267

Loftmynd af bryggjunni þegar sjálfboðaliðar voru nýbyrjaðir.


IMG_0267

Sjálfboðaliðar negla og negla.

IMG_0267

Hópmynd af sjálfboðaliðuum.


IMG_0267

Nú er verkinu um það bil að ljúka. Glæsileg bryggja hjá björgunarsveitinni.