21. október 2019

Jafnréttismál á vinnustöðum: Ráðstefna um jafnréttismál í Valaskjálf á Egilsstöðum föstudaginn 8. nóvember

Hvers vegna eru jafnréttismál mikilvæg í fyrirtækjarekstri? Þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa sett jafnréttismál á oddinn um árabil munu ræða jafnréttismál á ráðstefnu á Egilsstöðum þann 8. nóvember nk. Einnig verða innlegg um jafnlaunavottun og jafnréttisvísa Capacent á fundum.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að auka veg jafnréttismála í atvinnulífinu, til að mæta.

Sjáið viðburðinn „Jafnréttismál á vinnustöðum“ á Facebook-síðu Fjarðaáls. Okkur þætti vænt um ef þið deilið honum.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að fylla út rafrænt skráningarblað og senda inn með því að velja „Submit".

Dagskrá

Frá kl. 12:45  Léttur hádegisverður

Kl. 13:30 Setning ráðstefnu, fundarstjóri Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli

Kl. 13:35 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans: Hvar eru þær?

Kl. 13:55 Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar: Jafnréttismál eru að hraða þróun vinnustaðarins

Kl. 14:15 Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaáli: Höfum kjark til að ögra vinnustaðarmenningunni

Kl. 14:35 Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi jafnréttis- og félagsmálaráðherra: Hverju skilar jafnlaunavottun okkur?

Kl. 14:55 Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent: Lærdómur af vinnunni með Jafnréttisvísi

Kl. 15:15 Stutt kaffihlé

Kl. 15:35 Pallborð með frummælendum dagsins, spurningar úr sal og vonandi fjörugar umræður

Kl. 16:00 Ráðstefnulok

(Hægt er að skoða auglýsingu og nánari upplýsingar um ráðstefnuna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan)