29. nóvember 2019

Styrkúthlutun hjá Fjarðaáli – samtals úthlutað 21 milljón

Alcoa Fjarðaál úthlutaði samfélagsstyrkjum til nærsamfélagsins að upphæð 17,7 milljónir króna í gær, þann 28. nóvember 2019. Við sama tilefni var úthlutað styrkjum frá íþróttasjóðnum Spretti að upphæð 3,5 milljónir króna en ÚÍA heldur utan um sjóðinn sem Alcoa fjármagnar. Úthlutunin fór fram í Egilsbúð í Neskaupstað og heppnaðist vel.

Alcoa Fjarðaál er stórt fyrirtæki í litlu samfélagi og því fylgir mikil ábyrgð. Einn angi af okkar samfélagsábyrgð er að styðja við verkefni í nærsamfélaginu. Við erum stolt af því að geta hjálpað góðum hugmyndum að verða að veruleika. Sumir styrkirnir frá okkur fara í að auka öryggi í landsfjórðungnum sem er vel þar sem eitt af aðalsmerkjum Alcoa er að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og gesta. Veittir voru átta styrkir þar sem verkefnin höfðu það markmið að auka öryggi íbúa og gesta á Austurlandi og fóru flestir þeirra til björgunarsveitanna á svæðinu. Þá voru veittir margir styrkir til menningartengdra verkefna og til að efla menntun og tómstundaiðkun barna.

Tveir styrkþegar voru fengnir til að segja stuttlega frá verkefnunum sem  styrktum. Annars vegar var það Búnaðarsamband Austurlands sem hlaut styrk að upphæð 800 þúsund krónur til að endurútgefa ritið Sveitir og jarðir í Múlaþingi sem er Austfirðingum að góðu kunnugt. Jóhann Gísli Jóhannsson frá sambandinu greindi frá því að söfnun svo verkefnið megi verða að veruleika standi enn yfir en ljóst er að þörf er á að uppfæra ritið þar sem langt er liðið frá útgáfu síðustu bókar. Hins vegar fjallaði Katrín Birna Viðarsdóttir frá Félagsmiðstöðvum Fjarðabyggðar um verkefnið Kuldabola sem er árleg hátíð þar sem ungmenni af öllu Austurlandi koma saman í Fjarðabyggðahöllinni, skemmta sér saman og fá fræðslu um mikilvæg málefni. Alcoa hefur stutt við verkefnið frá árinu 2014 og með stuðningnum er hægt að halda kostnaði sem þátttakendur greiða í lágmarki. Verkefnið hlaut að þessu sinni 500 þúsund króna styrk.

Hæstu styrkir ársins runnu annars vegar til Barnamenningarhátíðarinnar BRAS á Austurlandi, ein milljón króna, og hins vegar til Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði, 1,3 milljón, en þar er unnið ötullega að því að rannsaka rústir bæjarins Stöðvar.

Dagskráin var brotin upp með lifandi tónlistarflutningi sem þau Jón Hilmar Kárason og Soffía Björgúlfsdóttir sáu um af sinni alkunnu snilld. Flutningur þeirra á laginu Vindur kom gestum í rétta aðventuskapið.

Alcoa Fjarðaál vonar að allir styrkirnir komi að góðum notum og við hlökkum til að fylgjast áfram með þessum góðu verkefnum. Viðburðurinn var sendur út beint á Facebook síðu Fjarðaáls og þar má nálgast upptöku af honum.

Hér eru nokkrar myndir frá styrkjaafhendingunni en fyrir neðan þær er tafla sem sýnir styrkþega og verkefni.

 

X1C1A9192AB

Hópurinn sem hlaut styrk frá Alcoa Fjarðaáli árið 2019.
 

X1C1A9192AB

Hópurinn sem tók við styrkjum úr íþróttasjóðnum Spretti árið 2019.


X1C1A9192AB

Bjarni Þ. Haraldsson frá Tónleikafélagi Austurlands og Tor Arne Berg kampakátir á sviðinu.


X1C1A9192AB

Jóhann G. og Jón Björgvin frá Búnaðarsambandi Austurlands.
 
 
X1C1A9026
Katrín Birna frá Félagsmiðstöðvum Fjarðabyggðar tók við styrk fyrir Kuldabola.
 


X1C1A9192AB

Frábært tónlistarfólk, Jón Hilmar og Soffía
 
Austurbrú sesBRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi í annað sinn.
B. G. Bros (útgáfa og tónleikahald)Tónleikar til að kynna sólóplötu. Guðmundur R. Gíslason
Björgunarsveitin ÁrsólKaupa nýjar skyndihjálpartöskur í farartæki sveitarinnar (5 stk.)
Björgunarsveitin BáraUppgerð á harðbotnabát félagsins og búnaði honum tengdum
Björgunarsveitin Brimrún, EskifirðiTækjakaup á 2 nýjum fjórhjólum með beltabúnað fyrir veturinn og Ford bifreið með palli
Björgunarsveitin GerpirEndurnýjun á búnaði við nýja bryggju við húsnæði sveitarinnar.
Björgunarsveitin HéraðGræja upp beltabíl sem kostar 12 milljónir
Björgunarsveitin SveinungiRáðast í endurbætur á neyðarskýli í Brúnavík v/Borgarfj.eystri
Bláa kirkjan sumartónleikarHalda 21. tónleikaröðina í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði sumarið 2019.
Bókstafur ehfÚtgáfa bókar um flug á Austurlandi.
Búnaðarsamband AusturlandsEndurútgefa ritið Sveitir og jarðir í Múlaþingi
DDT - PönkviðburðirTónlistarhátiðin „Orientu in Culus" í annað skipti.
DDT pönkviðburðirHalda V-5 bílskúrspartý, röð viðburða á sviði tónlistar í Neskaupstað
El Grillo félagiðAuka við sýningu sem styrkt var í fyrra, hreinsa fallbyssu.
Ferðafélag FljótsdalshéraðsEndurbyggja gamla húsið í Laugavalladal, norðan Kárahnjúka.
Ferðafélag FljótsdalshéraðsEndurbyggja gamla húsið í Laugavalladal, norðan Kárahnjúka
Ferðaklúbburinn 4x4 AusturlandsdeildÁrleg haustferð með skjólstæðinga félagsþj. á Austurlandi
Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystriGera 400 göngustikur fyrir gönguleið um Kækjuskörð
Félag áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarf.Áframhaldandi rannsóknir á bæjarrústum í Stöð á Stöðvarfirði
Félag áhugafólks um fornleifarannsóknir á StöðvarfirðiFornleifauppgröftur í Stöð á Stöðvarfirði
Félagsmiðstöðin Drekinn (Vopnafj.hreppur)Búa til hópastarf fyrir stráka 12-15 ára á Vopnafirði.
Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar (Fjarðabyggð)Ungmennahátíðin Kuldaboli 2019
Fimleikadeild HattarNý loftdýna sem er notuð af öllum hópum fimleikadeildar Hattar
Fimleikadeild LeiknisDansgólf (búið að fjármagna að hluta)
Foreldrafélag Grunnskóla Borgarfjarðar eystra (Grunnskóli Borgfj.eystri)Útbúa umhverfið í kringum útikennslustofu fyrir skólann.
Foreldrafélag Grunnskóla ReyðarfjarðarKaupa forritunargræjur til að nota í kennslu.
Gunnarsstofnun (Rithöfundalest)Rithöfundalestin á Austurlandi.
Hestamannafélagið BlærÆskulýðsdagar sem eru fyrir börn á aldrinum 16 ára og yngri.
Holan æfingaraðstaðaUppbygging æfingar- og upptökuaðstöðu á Eskifirði
Hollvinasamtök FSN í NeskaupstaðGulumælir til að mæla gulu hjá nýburum
Íbúasamtök BreiðdalsLucas hjartahnoðtæki í sjúkrabíl Breiðdalsvíkur í samstarfi við sjúkrafl.menn á Breiðdalsvík
Íbúasamtök EskifjarðarSetja hreystitæki með gönguleiðum út á sveit.
Íbúasamtök Fáskrúðsfirðinga„Opinn dagur“ á Hjúkrunarheimilinu Uppsalir.
Jaspis, félag eldri borgara á StöðvarfirðiÁheitaganga til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða
Kammerkór EgilsstaðakirkjuVínarklassík Kammerkórs Egilsstaðakirkju á aðventu
Leikfélag FljótsdalshéraðsSetja upp Línu Langsokk
Lið fyrir liðUppsetning á Skarfi sem er nýtt íslenskt sviðsverk
Lionsklúbbur EskifjarðarOpið hús og tónleikar í Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði.
Menningarmiðstöð FljótsdalshéraðsSetja upp stóra og þverfagleg sýningu
Menntaskólinn á Egilsstöðum Kaup á búnaði vegna stofnunar tæknismiðju í ME
Minjasafn AusturlandsSýning: Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld í Safnahúsinu á Egs.
SAM-félagið, grasrótarsamtök skapandi fólks á AusturlandiPop up listhandverks/hönnunarviðburður á Austurlandi
Samtökin EiðavinirGerð heimildarmyndar um sögu skólahalds á Eiðum 
Sinfóníuhljómsveit AusturlandsTónleikar á Eskifirði og Egilsstöðum
Sjósportklúbbur AusturlandsKaup á björgunarvestum og göllum f. börn og ungmenni.
Skíðafélag FjarðabyggðarKaupa um 100 stangir fyrir næsta vetur
Skíðafélagið í StafdalKaup á gönguskíðaspora f. gönguskíðabraut í Stafdal
Skjala- og myndasafn Norðfjarðar (Fjarðabyggð)Samstarfsverkefni Héraðskjalasafn Austurlands. Skanna gömul skjöl (Helgustaðahreppur)
Tónleikafélag AusturlandsTaktur - tónlistarhátíð á Fljótsdalshéraði 
Tónleikafélag AusturlandsTromman – tónlistarhátíð
Tónleikafélag AusturlandsStanda fyrir styrktartónleikum til handa geðsviði HSA
Tónlistarsjóður Egilsstaðakirkju (Egs.kirkja)Hreinsun og lagfæring á orgeli
Tækniminjasafn AusturlandsFjölskylduhátíð sumarið 2019 
Ungmenna - og íþróttasamband Austurlands UÍAUÍA farandþjálfun 2019
Ungmennafélagið ValurPönnufótboltavöllur á lóð Grunnskóla Reyðarfjarðar (fylgiskj.)
Ungt AusturlandNáms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim
Vegahúsið - ungmennahús (Fljótsdalshérað)Aðstaða fyrir fólk á Austurlandi til að taka upp hlaðvarpsþætti.
Verkmenntaskóli AusturlandsHalda Tæknidag fjölskyldunnar