14. júní 2022
Konur boðnar velkomnar í kvennakaffi hjá Fjarðaáli á kvenréttindadaginn 19. júní
Til hamingju, kæru konur! Ykkar kraftur er okkar hvatning
Markmið Alcoa Fjarðaáls hefur alla tíð verið að byggja upp vinnustað þar sem jafnrétti er í forgrunni. Við erum hæstánægð að geta loks endurvakið kvennakaffið sem hefur verið fastur liður hjá Alcoa Fjarðaáli frá því að fyrirtækið hóf starfsemi.
Við bjóðum konum á Austurlandi að fagna saman á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 14:00 í matsal Alcoa Fjarðaáls. Boðið verður upp á veitingar og skemmtidagskrá.
Dagskrá
- Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála
- Rebekka Rán Egilsdóttir, yfirmaður verktakaþjónustu hjá Alcoa í Evrópu
- Nanna Imsland og Jón Hilmar Kárason sjá um tónlistarflutning
- Sigga Kling skemmtir gestum af sinni alkunnu snilld.
Smelltu hér til að skoða atburðínn og skrá þig á Facebook.