17. ágúst 2022
Starfstækifæri - Innkaupafulltrúi hjá Alcoa Fjarðaáli - umsóknarfrestur til 22. ágúst
Innkaupateymi Alcoa Fjarðaáls leitar að öflugum innkaupafulltrúa til annast innkaup á vörum og þjónustu allt frá beiðni til greiðslu og tryggja þannig nauðsynleg aðföng. Innkaupateymið heyrir undir innkaupasvið móðurfélagsins Alcoa Corporation og ber ábyrgð á útboðum, samningagerð, innkaupaferlum og innkaupastefnu Alcoa Fjarðaáls.
Verkefni og ábyrgð
- Gefa út og fylgja eftir innkaupapöntunum
- Aðstoða og þjálfa beiðendur innkaupa
- Vinna með kjarnaferlum að innkaupamálum
- Eiga samskipti við birgja og innkaupasvið Alcoa
- Hafa umsjón með samningum við birgja og verktaka
- Tryggja að farið sé eftir innkaupaferlum
- Þróa innkaupaferli og innkaupastefnu
Menntun, reynsla og hæfni
- Viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Hagnýt starfsreynsla er æskileg
- Áhugi á aðfangakeðju og hagræðingu
- Færni í greiningu gagna og miðlun upplýsinga
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði
- Teymishugsun og lipurð í samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ormarr Örlygsson, innkaupastjóri, í tölvupósti ormarr.orlygsson(hjá)alcoa.com eða í síma 843 7736.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.
Hægt er að sækja um starfið með því að smella hér.
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 22. ágúst.
Ein stærstu innkaup okkar eru á súráli og af því tilefni er hér mynd af stærsta súrálsskipi sem komið hefur til landsins, MSXT Emily. Skipið er í jómfrúarferðinni sem hófst þegar það sigldi splunkunýtt frá skipasmíðastöðinni Chengxi Shipyard í Yangzhou í Kína, þriðjudaginn 5. apríl 2022, áleiðis til Bunbury í Ástralíu. Þaðan lagði skipið svo af stað 3. maí með 52.000 tonn af súráli og kom til Reyðarfjarðar 14. júní, þannig að siglingin frá Ástralíu tók nákvæmlega sex vikur. Leiðin lá um Súesskurðinn með stuttri viðkomu á Las Palmas á Kanaríeyjum þar sem tekin var olía. Uppskipunin tók síðan viku og skipið sigldi héðan 21. júní.